Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 09:21 Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu. Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu.
Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira