Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum Eyjólfur Ármannsson skrifar 30. júlí 2022 13:01 Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar