Látum okkur detta snjallræði í hug! Kolfinna Kristínardóttir skrifar 28. júlí 2022 16:00 Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum. Umræðan í samfélaginu endurspeglar ákall eftir lausnir fyrir betri framtíð barna okkar. Hérlendis er frjósamt umhverfi og hvati til nýsköpunar til þess að detta snjallræði í hug. Það eru forréttindi að geta unnið að lausnum sem bæta samfélagið og leiða af sér aukin lífsgæði. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska í sprotaumhverfinu hérlendis og erlendis. Það má hugsanlega rekja til einhvers kröftugs vexti í samfélaginu þar sem margvíslegar kveikjur að nýsköpunarverkefnum um framtíð samfélagsins hafa komið fram í dagsljósið. Samfélagslegar áskoranir eru af ýmsu tagi í nútíma samfélagi og má velta fyrir sér hvort við séum hluti af vandamálinu eða hluti af lausninni? Það hefur verið lenska að sjá hindranir án þess að horfast í augu við lausnir. Þá er spurning hvort við stöldrum aðeins við og hugsum um nýsköpunarkraftinn. Sá kraftur hefur sýnt sig í velferðarkerfinu á viðkvæmum tímum heimsfaraldurs þar sem við nýttum tæknina, hugvitið og nýsköpun til að aðlaga okkur á undraverðum hraða að breyttum aðstæðum. Áskoranir samfélagsins þurfa á hugviti að halda, til dæmis hækkandi aldurs íslensku þjóðarinnar, lífsstílssjúkdóma, loftslagsbreytinga og stríðsástands. Kerfin eins og þau eru uppbyggð í dag með þeirri tækni sem til er munu ekki geta borið kynslóðir framtíðarinnar og þess vegna þarf að virkja kraft nýsköpunar til að endurhanna og endurhugsa hvað við gerum, hvernig og hvers vegna. Látum okkur detta eitthvað snjallræði í hug til að takast á við áskoranir samtímans með nýsköpun að vopni. Höfundur verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups og Snjallræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum. Umræðan í samfélaginu endurspeglar ákall eftir lausnir fyrir betri framtíð barna okkar. Hérlendis er frjósamt umhverfi og hvati til nýsköpunar til þess að detta snjallræði í hug. Það eru forréttindi að geta unnið að lausnum sem bæta samfélagið og leiða af sér aukin lífsgæði. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska í sprotaumhverfinu hérlendis og erlendis. Það má hugsanlega rekja til einhvers kröftugs vexti í samfélaginu þar sem margvíslegar kveikjur að nýsköpunarverkefnum um framtíð samfélagsins hafa komið fram í dagsljósið. Samfélagslegar áskoranir eru af ýmsu tagi í nútíma samfélagi og má velta fyrir sér hvort við séum hluti af vandamálinu eða hluti af lausninni? Það hefur verið lenska að sjá hindranir án þess að horfast í augu við lausnir. Þá er spurning hvort við stöldrum aðeins við og hugsum um nýsköpunarkraftinn. Sá kraftur hefur sýnt sig í velferðarkerfinu á viðkvæmum tímum heimsfaraldurs þar sem við nýttum tæknina, hugvitið og nýsköpun til að aðlaga okkur á undraverðum hraða að breyttum aðstæðum. Áskoranir samfélagsins þurfa á hugviti að halda, til dæmis hækkandi aldurs íslensku þjóðarinnar, lífsstílssjúkdóma, loftslagsbreytinga og stríðsástands. Kerfin eins og þau eru uppbyggð í dag með þeirri tækni sem til er munu ekki geta borið kynslóðir framtíðarinnar og þess vegna þarf að virkja kraft nýsköpunar til að endurhanna og endurhugsa hvað við gerum, hvernig og hvers vegna. Látum okkur detta eitthvað snjallræði í hug til að takast á við áskoranir samtímans með nýsköpun að vopni. Höfundur verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups og Snjallræðis.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar