Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Fram kemur í tilkynningu að séu umbúðir vörunnar bólgnar sé rétt að leiðbeina um að opna þær að viðhafðri fyllstu varúð.
Strikamerki á dós: 5741000171387
Strikamerki á kassa með 24 dósum: 5741000156100
Varan hefur verið í sölu í eftirfarandi verslunum ÁTVR: Austurstræti, Kringlunni, Skútuvogi, Skeifunni, Stekkjarbakka, Heiðrún, Spönginni, Eiðistorgi, Dalvegi, Smáralind, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Patreksfirði, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum, Höfn, Hveragerði og Hellu.