Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2022 23:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa. Verðlag Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa.
Verðlag Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira