Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 14:15 Sérstaklega mikil húsnæðisuppbygging hefur verið á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09