Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nái hér fótfestu Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 07:01 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, efast ekki um að óspennandi skordýrategundir eigi eftir að gerast landnemar á næstu áratugum. Vísir Mjög ör breyting hefur verið á skordýraflóru Íslands seinustu áratugi og hefur tegundum fjölgað um 300 til 400 hér á landi seinustu áratugi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugur ná fótfestu hér og lifi góðu lífi á Íslandi. „Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum. Skordýr Bítið Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
„Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum.
Skordýr Bítið Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent