Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 12:18 Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur við Grafarvogskirkju. Aðsend Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“ Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“
Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59
Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47
Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29