Allt á floti á Selfossi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 11:49 Svona lítur tjaldsvæðið við Gestshús á Selfossi út í dag. vísir/magnús hlynur Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11