Greiða milljarða dala vegna ópíóðasölu Teva og Actavis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 11:24 Þeir sem Teva hefur náð sátt við mega velja hvort þeir fái beinharða peninga eða hvort greiðslurnar fari í lyf sem koma í veg fyrir ofneyslu. Getty Ísraelski lyfjarisinn Teva hefur komist að sátt utan dómstóla um að greiða 4,25 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 585 milljörðum króna, í sáttagreiðslur fyrir hlut sinn í ópíóðafaraldrinum svo kallaða vestanhafs. Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú. Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú.
Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07
Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09