Greiða milljarða dala vegna ópíóðasölu Teva og Actavis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 11:24 Þeir sem Teva hefur náð sátt við mega velja hvort þeir fái beinharða peninga eða hvort greiðslurnar fari í lyf sem koma í veg fyrir ofneyslu. Getty Ísraelski lyfjarisinn Teva hefur komist að sátt utan dómstóla um að greiða 4,25 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 585 milljörðum króna, í sáttagreiðslur fyrir hlut sinn í ópíóðafaraldrinum svo kallaða vestanhafs. Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú. Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú.
Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07
Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09