Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2022 10:56 Almenningur hefur fundið fyrir því undanfarið að það fæst minna fyrir mánaðarlaunin. Vísir/Vilhelm Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. Hér sést samanburður á þróun launa annars vegar og kaupmáttar hins vegar.Hagsjá Landsbankans Kaupmáttur launa náði sögulegu hámarki í janúar á þessu ári eftir stigvaxandi aukningu allt frá haustmánuðum 2015. Eftir að verðbólga fór að hækka hratt skömmu fyrir síðustu áramót tók kaupmáttur að minnka í sumar. Hér má sjá hækkanir launa frá því í janúar 2015 til febrúar 2022.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjá Landsbankans í dag kemur fram að kaupmáttur í júní síðast liðnum hafi verið 2,9 prósentum minni en í janúar á þessu ári en þá hafi kaupmátturinn náð sögulegu hámarki. Kaupmáttarrýrnunin milli júní á þessu ári og júní í fyrra væri þó öllu minni eða 0,9 prósent og hefði þá ekki verið minni frá því í desember 2020. Þessi mynd sýnir hækkun launahækkanir síðustu tólf mánuðina á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hinum opinbera hins vegar sem síðan er greint á milli ríkis og sveitarfélaga. Skýringin sem gefin hefur verið á meiri hækkunum hjá sveitarfélögunum er að í gildandi kjarasamningum var lögð áhersla á hækkun lægstu launa.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjánni segir að reikna megi með að kaupmáttur haldi áfram að minnka þar sem verðbólgan væri enn mikil og og ekki verði frekari launahækkanir á gildistíma núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þeir renna sitt skeið í október og má búast við að erfiðlega gangi að gera nýja samninga í haust í því óvissuásandi sem nú ríkir. Ástandið á vinnumarkaðnum þar sem mikil eftirspurn er eftir starfsfólki hjá veitingahúsum og gististöðum endurspeglast í launaþróuninni undanfarna 12 mánuði. Þannig hækkaði launavísitala almennt um 8,5 prósent frá apríl í fyrra til apríl í ár. Súlurnar sína launahækkanir eftir atvinnugreinum. Laun á veitinga- og gistustöðum hafa hækkað fjórum prósentustigum meira en þar sem hækkunin var mest í öðrum atvinnugreinum.Hagsjá Landsbankans Að jafnaði var hækkuðu laun örlítið meira á opinbera vinnumarkaðnum en hinum almenna en þó öllu meira hjá sveitarfélögunum. Hins vegar hækkuðu laun um 12,7 prósent á veitinga- og gististöðum, sem vætnanlega hafa þurft að hækka laun til að fá til sín starfsfólk eftir lágdeyðuna sem fylgdi kórónuveirufaraldrinum. Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. 23. júlí 2022 21:09 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Hér sést samanburður á þróun launa annars vegar og kaupmáttar hins vegar.Hagsjá Landsbankans Kaupmáttur launa náði sögulegu hámarki í janúar á þessu ári eftir stigvaxandi aukningu allt frá haustmánuðum 2015. Eftir að verðbólga fór að hækka hratt skömmu fyrir síðustu áramót tók kaupmáttur að minnka í sumar. Hér má sjá hækkanir launa frá því í janúar 2015 til febrúar 2022.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjá Landsbankans í dag kemur fram að kaupmáttur í júní síðast liðnum hafi verið 2,9 prósentum minni en í janúar á þessu ári en þá hafi kaupmátturinn náð sögulegu hámarki. Kaupmáttarrýrnunin milli júní á þessu ári og júní í fyrra væri þó öllu minni eða 0,9 prósent og hefði þá ekki verið minni frá því í desember 2020. Þessi mynd sýnir hækkun launahækkanir síðustu tólf mánuðina á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hinum opinbera hins vegar sem síðan er greint á milli ríkis og sveitarfélaga. Skýringin sem gefin hefur verið á meiri hækkunum hjá sveitarfélögunum er að í gildandi kjarasamningum var lögð áhersla á hækkun lægstu launa.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjánni segir að reikna megi með að kaupmáttur haldi áfram að minnka þar sem verðbólgan væri enn mikil og og ekki verði frekari launahækkanir á gildistíma núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þeir renna sitt skeið í október og má búast við að erfiðlega gangi að gera nýja samninga í haust í því óvissuásandi sem nú ríkir. Ástandið á vinnumarkaðnum þar sem mikil eftirspurn er eftir starfsfólki hjá veitingahúsum og gististöðum endurspeglast í launaþróuninni undanfarna 12 mánuði. Þannig hækkaði launavísitala almennt um 8,5 prósent frá apríl í fyrra til apríl í ár. Súlurnar sína launahækkanir eftir atvinnugreinum. Laun á veitinga- og gistustöðum hafa hækkað fjórum prósentustigum meira en þar sem hækkunin var mest í öðrum atvinnugreinum.Hagsjá Landsbankans Að jafnaði var hækkuðu laun örlítið meira á opinbera vinnumarkaðnum en hinum almenna en þó öllu meira hjá sveitarfélögunum. Hins vegar hækkuðu laun um 12,7 prósent á veitinga- og gististöðum, sem vætnanlega hafa þurft að hækka laun til að fá til sín starfsfólk eftir lágdeyðuna sem fylgdi kórónuveirufaraldrinum.
Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. 23. júlí 2022 21:09 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00
Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. 23. júlí 2022 21:09
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39