Moores lést á föstudag 76 ára að aldri en aðeins örfáar vikur eru síðan eiginkona hans, Marge Walmsley, lét lífið.
Moores varð meirihlutaeigandi og stjórnarformaður Liverpool árið 1991 en fjölskylda hans átti hlut í félaginu í meira en 50 ár. Ólga einkenndi fyrstu ár hans í formannsstólnum þar sem Graeme Souness var þjálfari liðsins. Moores rak Souness úr starfi árið 1994 en um var að ræða fyrsta þjálfarabrottrekstur hjá félaginu frá 1956.
Marina & I are both very saddened by the passing of David Moores. He was a loyal Liverpool fan whose dream came true when he was appointed Chairman, & he did a tremendous amount to help the Club. Our condolences go to his family. He ll be greatly missed by all who knew him. RIP
— Sir Kenny Dalglish (@kennethdalglish) July 22, 2022
Hann seldi félagið árið 2007 til Bandaríkjamannana George Gillett og Tom Hicks, sem er ákvörðun sem hann sá lengi eftir. Þeir félagar lentu snemma í öngstræti í eigandatíð sinni, og óhætt er að segja að þeir hafi ekki verið vinsælir meðal stuðningsmanna áður en þeir seldu félagið til núverandi eigenda árið 2010.
Rafael Benítez og Sir Kenny Dalglish eru á meðal þeirra sem hafa minnst Moores á samfélagsmiðlum. Moores réði Benítez árið 2004 og á fyrstu leiktíð Spánverjans vann Liverpool Meistaradeildina, sem er stærsti titill félagsins í stjórnartíð Moores.
Sleep peacefully Mr Chairman
— Rafa Benitez Web (@rafabenitezweb) July 22, 2022
Great memories YNWA