Samningar um útflutning á úkraínsku korni náðust milli Úkraínu og Rússlands í Istanbúl nú fyrir helgi með milligöngu Receps Erdogan, Tyrklandsforseta og Antonios Guterres, aðalritara sameinuðu þjóðanna. Rússar höfðu haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði og hefur það ógnað fæðuöryggi um allan heim.
Þrátt fyrir verðlækkunina hafa sérfræðingar efasemdir um að samkomulagið muni ná tilætluðum árangri og að ekki sé nægur vilji hjá stjórnvöldum í Moskvu til að standa við samninginn. Í frétt Guardian er haft eftir Michael Zuzolo, forseta Greiningardeildar matarbirgða í heiminum: „Ég er enn skeptískur og held að ég sé ekki einn um að standa í þeirri trú að samningurinn muni ekki flytja mikið korn.
Hann bætti við að hveitiverð gæti í raun ekki lækkað mikið meira í ljósi þurrka í Evrópu.