Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2022 20:07 Það er hvítt haf á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi þessa stundina. Aðsend Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt. Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt.
Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira