Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2022 20:00 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að fólk í valdastöðu passi orð sín. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Í viðtali í kvöldfréttum í gær sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri við þeirri ákvörðun, þar sem sannað þótti að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook í gær og skrifaði að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. „Þetta eru ákaflega döpur ummæli sem í raun dæma sig algjörlega sjálf. Þetta er auðvitað alvarlegt að fólk í valdastöðu, alveg frá botni og upp í topp í okkar kerfi, leyfi sér að tala með þessum hætti. Ég lít það mjög alvarlegum augum,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Það var mjög óheppilega orðað, að það væri ekki þörf á fleiri hommum hérna. Ég held það sé ekki þörf á fleiri gagnkynhneigðum, hvítum, miðaldra körlum í stjórnunarstöðum. Ég held það sé alveg absalút þannig.“ Segir galið að fólk þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Fram kom í viðtalinu við Helga Þorsteinsson Silva í gær að hinsegin hælisleitendur þurfi að ganga mjög langt til að sýna fram á kynhneigð sína. Oft sé kynhneigð þeirra dregin í efa þrátt fyrir að fólk sé í sambandi og jafnvel gift. „Það er auðvitað bara galið að fólk þurfi á einhverjum tíma, í einhverjum tilfellum að sanna kynhneigð sína og það er auðvitað eitthvað sem gagnkynhneigt fólk þarf aldrei að gera,“ segir Jódís. „Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi.“ Kyn og kynhneigð séu fljótandi fyrirbæri Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að eðlilegt væri að yfirvöld rannsökuðu yfirlýsingar hælisleitenda um hinseginleika. „Við getum rétt ímyndað okkur að ef þú ert flóttamanneskja, frá landi þar sem þín getur jafnvel beðið dauðadómur. Þú ert í lífshættu ef þú gengst við kynhneigð þinni er það augljóst að viðkomandi er ekki að auglýsa hana á samfélagsmiðlum, hefur ekki gengist við því opinberlega,“ segir Jódís. „Fyrir utan það að kyn og kynhneigð er mjög fljótandi fyrirbæri þannig að einhver getur búið í annað hvort gagnkynja sambandi eða hinsegin sambandi langt fram eftir ævi en svo uppgötvað eða farið að upplifa aðra kynhneigð eða nýjar tilfinningar. Þannig það að einhver eigi einhvern tíma að kasta fram einhverju vottorði og sönnunum er auðvitað bara fullkomlega galin hugmynd.“ Snýst um að hjálpa þeim sem í mestri hættu eru Hún segir að uppi séu daprir tímar og bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. „Við erum að horfa á árásina í Osló, við erum að horfa til skertra kvenréttinda í Bandaríkjunum, sem er alltaf okkur hinsegin fólki beintengt því þá verðum við næst. Þannig að sem aldrei fyrr skiptir máli að við stöndum vaktina og þetta málefni er gríðarlega mikilvægt,“ segir Jódís. „Það er okkar sem umburðarlynd, herlaus þjóð að standa með þeim sem eru í mestri hættu og það höfum við gert: Konur, börn, fólk með fatlanir, hinsegin fólk. Fólk sem hefur minni tök á að bjarga lífi sínu í sínu heimalandi eða í kannski þeim löndum sem þau hafa viðkomu í. Við erum að reyna að horfa í þau tilfelli. Þetta snýst ekki um að við viljum hleypa einum hópi frekar. Þetta snýst um að við erum að horfa af mannúð og hinsegin fólk sem leitar hér hælis er margt hvert að flýja undan ástandi þar sem líf þeirra er í hættu.“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gagnrýndi orð Helga í dag og sagði mikilvægt að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafnaði viðtali vegna málsins. Hinsegin Hælisleitendur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04 Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum í gær sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri við þeirri ákvörðun, þar sem sannað þótti að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook í gær og skrifaði að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. „Þetta eru ákaflega döpur ummæli sem í raun dæma sig algjörlega sjálf. Þetta er auðvitað alvarlegt að fólk í valdastöðu, alveg frá botni og upp í topp í okkar kerfi, leyfi sér að tala með þessum hætti. Ég lít það mjög alvarlegum augum,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Það var mjög óheppilega orðað, að það væri ekki þörf á fleiri hommum hérna. Ég held það sé ekki þörf á fleiri gagnkynhneigðum, hvítum, miðaldra körlum í stjórnunarstöðum. Ég held það sé alveg absalút þannig.“ Segir galið að fólk þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Fram kom í viðtalinu við Helga Þorsteinsson Silva í gær að hinsegin hælisleitendur þurfi að ganga mjög langt til að sýna fram á kynhneigð sína. Oft sé kynhneigð þeirra dregin í efa þrátt fyrir að fólk sé í sambandi og jafnvel gift. „Það er auðvitað bara galið að fólk þurfi á einhverjum tíma, í einhverjum tilfellum að sanna kynhneigð sína og það er auðvitað eitthvað sem gagnkynhneigt fólk þarf aldrei að gera,“ segir Jódís. „Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi.“ Kyn og kynhneigð séu fljótandi fyrirbæri Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að eðlilegt væri að yfirvöld rannsökuðu yfirlýsingar hælisleitenda um hinseginleika. „Við getum rétt ímyndað okkur að ef þú ert flóttamanneskja, frá landi þar sem þín getur jafnvel beðið dauðadómur. Þú ert í lífshættu ef þú gengst við kynhneigð þinni er það augljóst að viðkomandi er ekki að auglýsa hana á samfélagsmiðlum, hefur ekki gengist við því opinberlega,“ segir Jódís. „Fyrir utan það að kyn og kynhneigð er mjög fljótandi fyrirbæri þannig að einhver getur búið í annað hvort gagnkynja sambandi eða hinsegin sambandi langt fram eftir ævi en svo uppgötvað eða farið að upplifa aðra kynhneigð eða nýjar tilfinningar. Þannig það að einhver eigi einhvern tíma að kasta fram einhverju vottorði og sönnunum er auðvitað bara fullkomlega galin hugmynd.“ Snýst um að hjálpa þeim sem í mestri hættu eru Hún segir að uppi séu daprir tímar og bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. „Við erum að horfa á árásina í Osló, við erum að horfa til skertra kvenréttinda í Bandaríkjunum, sem er alltaf okkur hinsegin fólki beintengt því þá verðum við næst. Þannig að sem aldrei fyrr skiptir máli að við stöndum vaktina og þetta málefni er gríðarlega mikilvægt,“ segir Jódís. „Það er okkar sem umburðarlynd, herlaus þjóð að standa með þeim sem eru í mestri hættu og það höfum við gert: Konur, börn, fólk með fatlanir, hinsegin fólk. Fólk sem hefur minni tök á að bjarga lífi sínu í sínu heimalandi eða í kannski þeim löndum sem þau hafa viðkomu í. Við erum að reyna að horfa í þau tilfelli. Þetta snýst ekki um að við viljum hleypa einum hópi frekar. Þetta snýst um að við erum að horfa af mannúð og hinsegin fólk sem leitar hér hælis er margt hvert að flýja undan ástandi þar sem líf þeirra er í hættu.“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gagnrýndi orð Helga í dag og sagði mikilvægt að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafnaði viðtali vegna málsins.
Hinsegin Hælisleitendur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04 Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04
Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00