Jónatan James Bow, faðir Kristófers, varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari í körfubolta með bæði Keflavík og KR. Einnig lék hann átta landsleiki fyrir íslenska landsliðið.
Jónatan, líkt og sonur hans Kristófer, er með bæði íslenskt og bandarískt ríkisfang. Móðir Kristófers heitir Ester Vigil Kristófersdóttir og er einnig með tvöfalt ríkisfang.
🚨MLB DRAFT🚨
— PBR_Nevada (@PBR_Nevada) July 19, 2022
With the @Yankees 14th Round Pick of the 2022 @MLB Draft, New York selects right-handed pitcher, Kris Bow #ForNevadaByNevada
+ @kjbow2000
+ Round 14
+ Pick 430 Overall@prepbaseball | @PBR_DraftHQ pic.twitter.com/wt2dKck5bk
New York Yankees valdi Kristófer Bow frá Suður-Nevada háskólanum. Alls valdi Yankees tuttugu leikmenn og var Kristófer fjórtándi í röðinni. Kristófer er einn af 13 rétthentum kösturum sem Yankees valdi svo það er ljóst að samkeppnin er mikil.
Þrátt fyrir að hafa verið valinn í nýliðavalinu er langur vegur framundan þar sem venjan er að það taki leikmenn fjögur til sex ár að komast að í Major League Baseball.