Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2022 22:30 Þráinn segir Austurlandið búið að taka við sér eftir kórónuveirulægðina í ferðamennsku. Vísir Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. Þrefalt fleiri erlendir ferðamenn ferðuðust um landið núna í júnímánuði en í sama mánuði í fyrra. Hótelstjórar á landsbyggðinni hafa fundið vel fyrir þessari aukningu. „Við opnuðum í maí, sem við erum vön að gera í venjulegu ári, og maí kom ágætlega út. Þetta var sennilega besti júnímánuður frá upphafi og júlí stefnir í að vera mjög góður og ágúst. Mér sýnist á öllu að þetta gæti stefnt í að vera besta sumar í sögu fyrirtækisins,“ segir Þráinn Lárusson, hótelstjóri á Hótel Hallormsstað. Erlendir ferðamenn í miklum meirihluta Erlendir ferðamenn séu í miklum meirihluta hótelgesta. „Þetta eru mestmegnis erlendir ferðamenn,“ segir Þráinn sem Vala Dögg Petrudóttir, þróunar- og markaðsstjóri Hótels Ísafjarðar. „Ég myndi segja að það séu aðalega erlendir ferðamenn, eða svona í meirihluta. Við erum með rosalega mikið af hópum með erlendum ferðamönnum þannig að það koma oft mjög stórir hópar inn,“ segir Vala. Þráinn segir að fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi hlutfall erlendra og íslenskra ferðamanna á hótelinu verið það sama og nú en í faraldrinum hafi Íslendingarnir tekið yfir. Það rímar við það sem Vala hefur séð á Ísafirði. Íslendingar vilji bóka með stuttum fyrirvara Hótelin hafi mikið verið uppbókuð svo íslenskir ferðamenn komist sjaldan að. „Það er reyndar þannig með Íslendinga að þeir ákveða sig oft með stuttum fyrirvara að fara að ferðast innanlands og því miður þá er það mikið bókað erlendis frá að við erum ekki með mikið af herbergjum með stuttum fyrirvara, eins og Íslendingarnir vilja ferðast. Þannig þeir koma oft að lokuðum dyrum eða í mjög dýr verð, sem eru síðustu herbergin,“ segir Þráinn. Þá séu erlendu ferðamennirnir mun skipulagðari. Vala Dögg segir að Vestfirðir hafi sjaldan verið jafn vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn.Vísir „Við erum núna byrjuð að bóka mjög mikið fyrir næsta ár og töluvert fyrir árið þar á eftir. Sérstaklega hóparnir eru búnir að bóka fyrir löngu, kannski fyrir ári síðan. Svo eru þeir að koma á eigin vegum og eru þá að bóka hálfu ári fyrir. Íslendingarnir eru meira í að bóka með styttri fyrirvara,“ segir Vala. Erfitt sé fyrir þá að fá herbergi. „Það er erfitt, það er einn og einn dagur kannski en það er mjög mikið bókað en það var reyndar líka svoleiðis í fyrra. Við vorum fullbókuð allt síðasta sumar og í rauninni mjög mikið líka árið áður.“ Oft komi það Íslendingum á óvart að engin herbergi séu laus. „Já, reyndar. Það eru sumir hissa á því að það sé svona erfitt að fá herbergi en það er bara skiljanlegt. Það er háannatími,“ segir Vala. „Það er mikið bókað á öllum gististöðum. Við erum oft spurð þegar við látum vita að sé fullt hjá okkur hvort við getum beint fólki annað, sem við gerum að sjálfsögðu. En ég held það sé sama sagan víðast hvar hérna á Vestfjörðum.“ Ferðasumarið orðið lengra Þráinn bendir á að veðrið hafi ekki verið íslenskum ferðaþjónustuaðilum úti á landi hliðhollt þetta sumarið. Íslendingar vilji oft ferðast með sólinni og veðurspár ekki sýnt að hún sé á Austur- og Norðurlandi þetta sumarið. „Ég segi reyndar alltaf að þetta sé fréttaflutningurinn af veðrinu frekar en veðrið sjálft, að minnsta kosti hérna hjá okkur er alltaf gott veður.“ Ferðatímabilið hafi þá lengst. „Fyrir nokkrum árum var traffíkin búin í ágúst en það hefur síðustu ár verið að lengjast fram í september,“ segir Vala og Þráinn tekur undir. „Nú erum við að tala um að þetta er komið alveg fram í byrjun október.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Múlaþing Tengdar fréttir Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19. júlí 2022 09:30 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Þrefalt fleiri erlendir ferðamenn ferðuðust um landið núna í júnímánuði en í sama mánuði í fyrra. Hótelstjórar á landsbyggðinni hafa fundið vel fyrir þessari aukningu. „Við opnuðum í maí, sem við erum vön að gera í venjulegu ári, og maí kom ágætlega út. Þetta var sennilega besti júnímánuður frá upphafi og júlí stefnir í að vera mjög góður og ágúst. Mér sýnist á öllu að þetta gæti stefnt í að vera besta sumar í sögu fyrirtækisins,“ segir Þráinn Lárusson, hótelstjóri á Hótel Hallormsstað. Erlendir ferðamenn í miklum meirihluta Erlendir ferðamenn séu í miklum meirihluta hótelgesta. „Þetta eru mestmegnis erlendir ferðamenn,“ segir Þráinn sem Vala Dögg Petrudóttir, þróunar- og markaðsstjóri Hótels Ísafjarðar. „Ég myndi segja að það séu aðalega erlendir ferðamenn, eða svona í meirihluta. Við erum með rosalega mikið af hópum með erlendum ferðamönnum þannig að það koma oft mjög stórir hópar inn,“ segir Vala. Þráinn segir að fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi hlutfall erlendra og íslenskra ferðamanna á hótelinu verið það sama og nú en í faraldrinum hafi Íslendingarnir tekið yfir. Það rímar við það sem Vala hefur séð á Ísafirði. Íslendingar vilji bóka með stuttum fyrirvara Hótelin hafi mikið verið uppbókuð svo íslenskir ferðamenn komist sjaldan að. „Það er reyndar þannig með Íslendinga að þeir ákveða sig oft með stuttum fyrirvara að fara að ferðast innanlands og því miður þá er það mikið bókað erlendis frá að við erum ekki með mikið af herbergjum með stuttum fyrirvara, eins og Íslendingarnir vilja ferðast. Þannig þeir koma oft að lokuðum dyrum eða í mjög dýr verð, sem eru síðustu herbergin,“ segir Þráinn. Þá séu erlendu ferðamennirnir mun skipulagðari. Vala Dögg segir að Vestfirðir hafi sjaldan verið jafn vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn.Vísir „Við erum núna byrjuð að bóka mjög mikið fyrir næsta ár og töluvert fyrir árið þar á eftir. Sérstaklega hóparnir eru búnir að bóka fyrir löngu, kannski fyrir ári síðan. Svo eru þeir að koma á eigin vegum og eru þá að bóka hálfu ári fyrir. Íslendingarnir eru meira í að bóka með styttri fyrirvara,“ segir Vala. Erfitt sé fyrir þá að fá herbergi. „Það er erfitt, það er einn og einn dagur kannski en það er mjög mikið bókað en það var reyndar líka svoleiðis í fyrra. Við vorum fullbókuð allt síðasta sumar og í rauninni mjög mikið líka árið áður.“ Oft komi það Íslendingum á óvart að engin herbergi séu laus. „Já, reyndar. Það eru sumir hissa á því að það sé svona erfitt að fá herbergi en það er bara skiljanlegt. Það er háannatími,“ segir Vala. „Það er mikið bókað á öllum gististöðum. Við erum oft spurð þegar við látum vita að sé fullt hjá okkur hvort við getum beint fólki annað, sem við gerum að sjálfsögðu. En ég held það sé sama sagan víðast hvar hérna á Vestfjörðum.“ Ferðasumarið orðið lengra Þráinn bendir á að veðrið hafi ekki verið íslenskum ferðaþjónustuaðilum úti á landi hliðhollt þetta sumarið. Íslendingar vilji oft ferðast með sólinni og veðurspár ekki sýnt að hún sé á Austur- og Norðurlandi þetta sumarið. „Ég segi reyndar alltaf að þetta sé fréttaflutningurinn af veðrinu frekar en veðrið sjálft, að minnsta kosti hérna hjá okkur er alltaf gott veður.“ Ferðatímabilið hafi þá lengst. „Fyrir nokkrum árum var traffíkin búin í ágúst en það hefur síðustu ár verið að lengjast fram í september,“ segir Vala og Þráinn tekur undir. „Nú erum við að tala um að þetta er komið alveg fram í byrjun október.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Múlaþing Tengdar fréttir Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30 Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19. júlí 2022 09:30 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20. júlí 2022 12:30
Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. 19. júlí 2022 09:30