Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júlí 2022 11:17 Lína með gleraugu Moxen og skjáskot af vefsíðu AliExpress af svipuðum gleraugum. Skjáskot/Vísir Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“ Tíska og hönnun Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“
Tíska og hönnun Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning