Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:30 Kristjan Ceh átti bestu frammistöðu lífs síns í Eugene í Oregon í nótt. Getty/Ezra Shaw Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum. Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Sjá meira
Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin
Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Sjá meira