Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 19:51 Svona mun Hlemmur líta út eftir nokkur ár ef allt fer samkvæmt áætlun. Mandaworks/DLD Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi. Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi.
Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45