Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 15:00 Ingibjörg Sigurjónsdóttir, handhafi verðlaunanna ásamt Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, Safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vísir/Steingrímur Dúi Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. Verðlaunin eru nánar tiltekið afhending úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, og voru verðlaunin í ár veitt í tilefni 90 ára afmælis listamannsins Erró í dag, 19. júlí. Styrkveitingin fór fram við hátíðlega afhöfn í Hafnarhúsi. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf Kristín Sigurðardóttir bauð gesti velkomna og Dagur B. Eggertssson borgarstjóri afhenti styrkinn. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, handhafi verðlaunannar í ár, er fædd í Reykjavík árið 1985. Hún lauk BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur tekið þátt í sýningum, gjörningum og öðrum verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Frá afhendingu verðlaunanna.Vísir Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að Ingibjörg hafi starfað með öðrum listamönnum bæði að sköpun en einnig sem sýningarstjóri og við texta gerð um myndlist auk þess sem hún er ein af aðstandendum Kling og Bang sem nú starfar í Marshallhúsinu. Ingibjörg vinnur fjölbreytt myndlistarverk jafnt þrívíða skúlptúra, lágmyndir og rýmisverk sem teikningar og málaðar myndir. „Fundinn efniviður sem oft lætur ekki mikið yfir sér er henni hugleikinn. Verk Ingibjargar einkennast af hverfulleika sem endurspeglast í efnisvalinu og ekki síður framsetningu verkanna . Hún teflir oft á tæpasta vað þegar kemur að því að ögra lögmálum stöðugleika og þyngdar þannig að áhorfandinn skynjar að undir býr áhætta um leið og mýkt og næmi einkenna verkin,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Myndlist Reykjavík Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verðlaunin eru nánar tiltekið afhending úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, og voru verðlaunin í ár veitt í tilefni 90 ára afmælis listamannsins Erró í dag, 19. júlí. Styrkveitingin fór fram við hátíðlega afhöfn í Hafnarhúsi. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf Kristín Sigurðardóttir bauð gesti velkomna og Dagur B. Eggertssson borgarstjóri afhenti styrkinn. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, handhafi verðlaunannar í ár, er fædd í Reykjavík árið 1985. Hún lauk BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur tekið þátt í sýningum, gjörningum og öðrum verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Frá afhendingu verðlaunanna.Vísir Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að Ingibjörg hafi starfað með öðrum listamönnum bæði að sköpun en einnig sem sýningarstjóri og við texta gerð um myndlist auk þess sem hún er ein af aðstandendum Kling og Bang sem nú starfar í Marshallhúsinu. Ingibjörg vinnur fjölbreytt myndlistarverk jafnt þrívíða skúlptúra, lágmyndir og rýmisverk sem teikningar og málaðar myndir. „Fundinn efniviður sem oft lætur ekki mikið yfir sér er henni hugleikinn. Verk Ingibjargar einkennast af hverfulleika sem endurspeglast í efnisvalinu og ekki síður framsetningu verkanna . Hún teflir oft á tæpasta vað þegar kemur að því að ögra lögmálum stöðugleika og þyngdar þannig að áhorfandinn skynjar að undir býr áhætta um leið og mýkt og næmi einkenna verkin,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira