Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 16:04 Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Anna Berg Samúelsdóttir fráfarandi umhverfisstjóri Fjarðabyggðar tóku við styrknum frá Einari Þorsteinssyni forstjóra Alcoa Fjarðaáls og Dagmar Ýr Stefánsdóttur yfirmanni samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Aðsend Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu frá Alcoa var hópur á vegum Fjarðabyggðar að vinna að því að byggja upp göngustíg á svæðinu og er það hluti af þeirri vinnu sem styrkurinn var veittur til. Sú vinna snýr meðal annars að því að viðhalda hleðslum og veita vatni frá stígnum. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar tók formlega við styrknum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann segir í áðurnefndri tilkynningu að styrkurinn sé mikilvægur. „…því fyrir tilstilli hans er hægt að vinna að verkefnum á sviði náttúruverndar og minjavörslu á þessum mikilfenglegu svæðum í Fjarðabyggð. Við erum þakklát Alcoa Foundation að veita okkur tækifæri til að sinna jafn vel og raun ber vitni þessum verkefnum.“ Anna Berg umhverfisstjóri hefur unnið að því síðustu vikur ásamt vinnuflokkum að lagfæra stíginn sem liggur um Viðfjörð til að gera hann betri fyrir göngufólk. Unnið hefur verið að því að endurheimta hleðslur og veita vatni frá veginum. F.v.: Einar Þorsteinsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Freysteinsson.Aðsend Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir samfélagslega mikilvægt að öflugt fyrirtæki á borð við Alcoa taki virkan þátt í að byggja upp samfélagið á Austurlandi. „Alcoa Foundation er stór sjóður sem við njótum þess að geta sótt styrki í hér fyrir nærsamfélagið. Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði umhverfisverndar og menntunar og verkefnið sem Fjarðabyggð sótti um er frábært dæmi um verkefni þar sem stuðlað er að verndun náttúru hér á svæðinu.“ Samkvæmt samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls nam útflutningsverðmæti fyrirtækisins árið 2021 111 milljörðum. Um 37,3 milljarðar urðu eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa. Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Alcoa var hópur á vegum Fjarðabyggðar að vinna að því að byggja upp göngustíg á svæðinu og er það hluti af þeirri vinnu sem styrkurinn var veittur til. Sú vinna snýr meðal annars að því að viðhalda hleðslum og veita vatni frá stígnum. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar tók formlega við styrknum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann segir í áðurnefndri tilkynningu að styrkurinn sé mikilvægur. „…því fyrir tilstilli hans er hægt að vinna að verkefnum á sviði náttúruverndar og minjavörslu á þessum mikilfenglegu svæðum í Fjarðabyggð. Við erum þakklát Alcoa Foundation að veita okkur tækifæri til að sinna jafn vel og raun ber vitni þessum verkefnum.“ Anna Berg umhverfisstjóri hefur unnið að því síðustu vikur ásamt vinnuflokkum að lagfæra stíginn sem liggur um Viðfjörð til að gera hann betri fyrir göngufólk. Unnið hefur verið að því að endurheimta hleðslur og veita vatni frá veginum. F.v.: Einar Þorsteinsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Freysteinsson.Aðsend Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir samfélagslega mikilvægt að öflugt fyrirtæki á borð við Alcoa taki virkan þátt í að byggja upp samfélagið á Austurlandi. „Alcoa Foundation er stór sjóður sem við njótum þess að geta sótt styrki í hér fyrir nærsamfélagið. Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði umhverfisverndar og menntunar og verkefnið sem Fjarðabyggð sótti um er frábært dæmi um verkefni þar sem stuðlað er að verndun náttúru hér á svæðinu.“ Samkvæmt samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls nam útflutningsverðmæti fyrirtækisins árið 2021 111 milljörðum. Um 37,3 milljarðar urðu eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa.
Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira