Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Telma Tómasson skrifar 18. júlí 2022 13:22 Teikning af fjallaböðunum frá Basalt arkitektum. Basalt arkitektar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn. Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn.
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00