Telur söluna á Mílu jákvæða fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2022 13:36 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu eru í uppnámi, en félagið er ekki reiðubúið að ljúka viðskiptum sínum við Símann, eiganda Mílu, vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Forstjóri Símans segir helstu áhyggjur eftirlitsins snúa að viðskiptasambandi Símans og Mílu eftir söluna. Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri. Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri.
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51
SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59