„Pabbi minn gaf mér bestu gjöf lífsins, líffæri til að bjarga mér“ Ása Ninna Pétursdóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir skrifa 18. júlí 2022 14:09 Ísabella Þorvaldsdóttir segist ekki alltaf hafa liðið vel í sínu eigin skinni og sé stolt af því að taka núna þátt í Miss Universe sem hún segir hafa gefið henni mikið sjálfstraust. ARNÓR TRAUSTI Ísabella Þorvaldsdóttir er stolt af öllu sem hún hefur afrekað í lífinu þrátt fyrir veikindi sín en aðeins þriggja ára gekk Ísabella undir nýrnaskiptiaðgerð. Nýrnagjafinn var faðir hennar sem hún segir vera sína stærstu fyrirmynd í lífinu. Dreymir um að kyssa Zac Efron Ísabella er mjög metnaðargjörn og stundar nám í löfræði Í HR. Hún drekkur ekki áfengi, elskar pönnukökur og beikon í morgunmat og dreymir um að kyssa Zac Efron. Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Manúela heyrði í mér og ég hugsaði, afhverju ekki? Einnig langaði mig að sýna að það eru allir fallegir sama hvaða stærð, hæð eða ör eru á líkamanum. Þar sem ég er með ör á maganum eftir að hafa fengið nýra frá pabba mínum. Mér hefur ekki alltaf liðið vel í mínu skinni vegna þess og mér hefur alltaf liðið eins og ég gæti ekki sýnt það, sem er fáránlegt. Keppnin hefur haft margar sterkar, magnaðar konur sem hafa verið allskonar og allar virkilega fallegar bæði að innan sem utan. Margir halda að keppnin sé bara fyrir ytra útlit en hún er svo margt annað og stendur fyrir svo margt fallegt sem mig langaði að vera partur af. Sýna öllum að líða ekki illa í sínu skinni. View this post on Instagram A post shared by I sabella Þorvalds (@isabellathorv) Hefur lært að verða sjálfsörugg Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?Ég er búin að læra margt í ferlinu, bæði um sjálfan mig og líka um þennan heim. Ef þú hefðir sagt við mig fyrir þremur árum að ég væri að fara að labba um í sundfötum á sviði hefði ég aldrei trúað þér. Það hefur verið æðislegt að kynnast stelpunum og heyra þeirra sögu. Ég hef lært hvernig á að vera sjálfsörugg og standa með sjálfri mér. Einnig hef ég lært að labba fallega á hælum. Hvað borðar þú í morgunmat?Ég borða oft brauð með einhverju áleggi í morgunmat. Síðan er virkilega gott að fá pönnukökur og beikon um helgar. Reyndar hata ég egg svo þú sérð þau ekki á disknum mínum. ARNÓR TRAUSTI Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er örugglega pastað sem pabbi minn gerir. Hvað ertu að hlusta á?Hef mikið verið að hlusta a lagið Feel like a woman með Shania Twain þegar ég þarf sjálfsöryggis „boozt“. Síðan klikkar Frikki Dór aldrei. Pabbinn og amman stærstu fyrirmyndirnar Hver er uppáhalds bókin þín?Erfið spurning. Myndi segja Bangsímon sem ég las alltaf með mömmu sem barn. Gefur mér góðar minningar. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég er með tvær fyrirmyndir í lífinu. Pabbi minn gaf mér bestu gjöf lífsins, líffæri til að bjarga mér. Hann hefur kennt mér svo margt allt frá því að vera sterk kona og standa fyrir mínu. Allt frá því að elda mat til hvernig á að starta bíl sem er rafmagnslaus. Svo er það amma mín sem því miður er ekki lengur með okkur. Hún var með einstaklega fallega sál og hugsaði alltaf fyrst um aðra. Hún kenndi mér að alltaf vera til staðar fyrir fólkið mitt. View this post on Instagram A post shared by I sabella Þorvalds (@isabellathorv) Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?Ég fékk þann heiður að vinna með Pétri og Sveppa á tímabili. Hef ekki hitt neina Hollywood-stjörnu ennþá en hinsvegar koss frá Zac Efron efst á „bucket-listanum.“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?Neyðarlegasta atvik sem ég hef lent í er þegar ég var að skemmta mér með vinum mínum. Þar sem ég drekk ekki áfengi er ég alltaf edrú en samt sem áður var ég stelpan sem datt niður stigann á staðnum sem við vorum á, ekki hinir. Ég stóð bara upp og hló, hvað annað gat maður gert! Stolt af afrekum sínum þrátt fyrir veikindi Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef gert margt, þó að margir hafi sagt við mig að ég gæti ekki hitt og þetta vegna veikinda minna. Ég kláraði stúdent á þremur árum og síðan á ég aðeins eitt ár eftir af lögfræðináminu mínu í HR. Einnig er ég virkilega stolt af því hvað ég og ballett nemendur mínir hafa sett á svið. Ég er líka stolt af mér að vera í þessari keppni. Hver er þinn helsti ótti?Minn helsti ótti er voða venjulegur en ég er virkilega hrædd við kóngulær. Síðan hata ég egg af ástríðu. Hvar sérðu þig eftir fimm ár?Ég sé mig vera búin með B.A. Í lögfræði og meistaranámi. Síðan vera vonandi búin að ferðast um heiminn og upplifa mikið. Einnig þroskast og vonandi hafa hjálpað mörgum á lífsleið þeirra. Ég sé mig njóta lífsins því það skiptir máli. Við eigum bara eitt líf svo maður þarf að skemmta sér og njóta. Hvaða lag tekur þú í karókí?Ég tek alltaf I Want It That Way með Backstreet Boys, klassískt. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Miss Universe Iceland: Vandræðalegt og fyndið atvik á fyrstu æfingunni Kolbrún Perla tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akureyri. Kolbrún elskar humar og hljóðbækur og syngur alltaf Dancing Queen í karókí. Hún segir erfiðara en maður heldur að æfa gönguna í kvöldkjólunum og er stolt af því að hafa stigið út fyrir þægindarammann. 15. júlí 2022 08:30 Miss Universe Iceland: Hannaði og saumaði heila fatalínu Jónína Sigurðardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Reykjavík. Jónína ætlar að vera fatahönnuður í framtíðinni en hún hefur nú þegar hannað og saumað heila fatalínu. Hún segir keppnisferlið meðal annars hafa kennt sér mikilvæg samskipti. 14. júlí 2022 08:31 Miss Universe Iceland: Stoltust af því hvaða manneskja hún er í dag Tinna Elísa tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Hafnafjörður. Tinna er alltaf til í að smakka framandi mat og segir mömmu sína vera fyrirmyndin sín í lífinu. Hún segir keppnina auka sjálfsöryggið og að hún sé búin að eignast vinkonur til lífstíðar. 13. júlí 2022 08:31 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Dreymir um að kyssa Zac Efron Ísabella er mjög metnaðargjörn og stundar nám í löfræði Í HR. Hún drekkur ekki áfengi, elskar pönnukökur og beikon í morgunmat og dreymir um að kyssa Zac Efron. Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Manúela heyrði í mér og ég hugsaði, afhverju ekki? Einnig langaði mig að sýna að það eru allir fallegir sama hvaða stærð, hæð eða ör eru á líkamanum. Þar sem ég er með ör á maganum eftir að hafa fengið nýra frá pabba mínum. Mér hefur ekki alltaf liðið vel í mínu skinni vegna þess og mér hefur alltaf liðið eins og ég gæti ekki sýnt það, sem er fáránlegt. Keppnin hefur haft margar sterkar, magnaðar konur sem hafa verið allskonar og allar virkilega fallegar bæði að innan sem utan. Margir halda að keppnin sé bara fyrir ytra útlit en hún er svo margt annað og stendur fyrir svo margt fallegt sem mig langaði að vera partur af. Sýna öllum að líða ekki illa í sínu skinni. View this post on Instagram A post shared by I sabella Þorvalds (@isabellathorv) Hefur lært að verða sjálfsörugg Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?Ég er búin að læra margt í ferlinu, bæði um sjálfan mig og líka um þennan heim. Ef þú hefðir sagt við mig fyrir þremur árum að ég væri að fara að labba um í sundfötum á sviði hefði ég aldrei trúað þér. Það hefur verið æðislegt að kynnast stelpunum og heyra þeirra sögu. Ég hef lært hvernig á að vera sjálfsörugg og standa með sjálfri mér. Einnig hef ég lært að labba fallega á hælum. Hvað borðar þú í morgunmat?Ég borða oft brauð með einhverju áleggi í morgunmat. Síðan er virkilega gott að fá pönnukökur og beikon um helgar. Reyndar hata ég egg svo þú sérð þau ekki á disknum mínum. ARNÓR TRAUSTI Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er örugglega pastað sem pabbi minn gerir. Hvað ertu að hlusta á?Hef mikið verið að hlusta a lagið Feel like a woman með Shania Twain þegar ég þarf sjálfsöryggis „boozt“. Síðan klikkar Frikki Dór aldrei. Pabbinn og amman stærstu fyrirmyndirnar Hver er uppáhalds bókin þín?Erfið spurning. Myndi segja Bangsímon sem ég las alltaf með mömmu sem barn. Gefur mér góðar minningar. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég er með tvær fyrirmyndir í lífinu. Pabbi minn gaf mér bestu gjöf lífsins, líffæri til að bjarga mér. Hann hefur kennt mér svo margt allt frá því að vera sterk kona og standa fyrir mínu. Allt frá því að elda mat til hvernig á að starta bíl sem er rafmagnslaus. Svo er það amma mín sem því miður er ekki lengur með okkur. Hún var með einstaklega fallega sál og hugsaði alltaf fyrst um aðra. Hún kenndi mér að alltaf vera til staðar fyrir fólkið mitt. View this post on Instagram A post shared by I sabella Þorvalds (@isabellathorv) Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?Ég fékk þann heiður að vinna með Pétri og Sveppa á tímabili. Hef ekki hitt neina Hollywood-stjörnu ennþá en hinsvegar koss frá Zac Efron efst á „bucket-listanum.“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?Neyðarlegasta atvik sem ég hef lent í er þegar ég var að skemmta mér með vinum mínum. Þar sem ég drekk ekki áfengi er ég alltaf edrú en samt sem áður var ég stelpan sem datt niður stigann á staðnum sem við vorum á, ekki hinir. Ég stóð bara upp og hló, hvað annað gat maður gert! Stolt af afrekum sínum þrátt fyrir veikindi Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvað ég hef gert margt, þó að margir hafi sagt við mig að ég gæti ekki hitt og þetta vegna veikinda minna. Ég kláraði stúdent á þremur árum og síðan á ég aðeins eitt ár eftir af lögfræðináminu mínu í HR. Einnig er ég virkilega stolt af því hvað ég og ballett nemendur mínir hafa sett á svið. Ég er líka stolt af mér að vera í þessari keppni. Hver er þinn helsti ótti?Minn helsti ótti er voða venjulegur en ég er virkilega hrædd við kóngulær. Síðan hata ég egg af ástríðu. Hvar sérðu þig eftir fimm ár?Ég sé mig vera búin með B.A. Í lögfræði og meistaranámi. Síðan vera vonandi búin að ferðast um heiminn og upplifa mikið. Einnig þroskast og vonandi hafa hjálpað mörgum á lífsleið þeirra. Ég sé mig njóta lífsins því það skiptir máli. Við eigum bara eitt líf svo maður þarf að skemmta sér og njóta. Hvaða lag tekur þú í karókí?Ég tek alltaf I Want It That Way með Backstreet Boys, klassískt.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Miss Universe Iceland: Vandræðalegt og fyndið atvik á fyrstu æfingunni Kolbrún Perla tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akureyri. Kolbrún elskar humar og hljóðbækur og syngur alltaf Dancing Queen í karókí. Hún segir erfiðara en maður heldur að æfa gönguna í kvöldkjólunum og er stolt af því að hafa stigið út fyrir þægindarammann. 15. júlí 2022 08:30 Miss Universe Iceland: Hannaði og saumaði heila fatalínu Jónína Sigurðardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Reykjavík. Jónína ætlar að vera fatahönnuður í framtíðinni en hún hefur nú þegar hannað og saumað heila fatalínu. Hún segir keppnisferlið meðal annars hafa kennt sér mikilvæg samskipti. 14. júlí 2022 08:31 Miss Universe Iceland: Stoltust af því hvaða manneskja hún er í dag Tinna Elísa tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Hafnafjörður. Tinna er alltaf til í að smakka framandi mat og segir mömmu sína vera fyrirmyndin sín í lífinu. Hún segir keppnina auka sjálfsöryggið og að hún sé búin að eignast vinkonur til lífstíðar. 13. júlí 2022 08:31 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Miss Universe Iceland: Vandræðalegt og fyndið atvik á fyrstu æfingunni Kolbrún Perla tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akureyri. Kolbrún elskar humar og hljóðbækur og syngur alltaf Dancing Queen í karókí. Hún segir erfiðara en maður heldur að æfa gönguna í kvöldkjólunum og er stolt af því að hafa stigið út fyrir þægindarammann. 15. júlí 2022 08:30
Miss Universe Iceland: Hannaði og saumaði heila fatalínu Jónína Sigurðardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Reykjavík. Jónína ætlar að vera fatahönnuður í framtíðinni en hún hefur nú þegar hannað og saumað heila fatalínu. Hún segir keppnisferlið meðal annars hafa kennt sér mikilvæg samskipti. 14. júlí 2022 08:31
Miss Universe Iceland: Stoltust af því hvaða manneskja hún er í dag Tinna Elísa tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Hafnafjörður. Tinna er alltaf til í að smakka framandi mat og segir mömmu sína vera fyrirmyndin sín í lífinu. Hún segir keppnina auka sjálfsöryggið og að hún sé búin að eignast vinkonur til lífstíðar. 13. júlí 2022 08:31