Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 23:52 Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, telur að lúsmýið sé komið til að vera. Vísir Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. „Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“ Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“
Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira