Flækjufótur Gunnar Dan Wiium skrifar 15. júlí 2022 07:01 Ég heyri fólk oft segja að nauðsynlegt sé að flækja hlutina ekki of mikið. Að flækja ekki hlutina felur í sér ákveðna rútínu þar sem maðurinn þekkir leiðina og kemst kannski hjá því að vera í óvissu sem oft fylgir flækjum. Afhverju myndi ég biðja aðra manneskju að flækja hlutina ekki of mikið? Ég held að það sé mikilvæg spurning sem krefst þess að ég einmitt þurfi að flækja hlutina svolítið. Ég myndi líklega biðja aðra manneksju ekki að flækja hlutina að óþörfu vegna þess að mér fyndist að einhverju væri ógnað. Flækjur annara eða hegðun, skilningur annara sem ég gæti túlkað sem stjórnleysi ógnar minni hugmyndarfræði ef ég sit fastur og neita að hreyfa mig. Ef ég held eitthvað um eitthvað þá er ég vís til að halda fast í skilning gærdagsins í þeirri von að hann dugi mér í dag eða á morgun. Það má í raun segja í því samhengi að þessi óbilgirni leiði af sér stöðuga þjáningu ef ég er forritaður á þennan hátt. Það má segja að ranghugmyndin sé að hugmyndum eða einna heldur lífsviðhorfum sé viðhaldið án fyrirvara um breytingar því umhverfið er á stöðugri hreyfingu og krefst breytinga. Tek dæmi. Ég hef allt mitt líf haldið að aðeins væru tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, það var mér kennt, ég var forritaður að svo sé. Svo líður tíminn og svo allt í einu eru upplýsingar sem segja að ekki séu kynin tvö heldur mörg, mjög mörg. Ég segi því, krakkar ekki flækja þetta svona en samfélagið segir að tími kerfi tveggja kynja sé liðin. Þá stend ég frammi fyrir því að endurforrita hugmyndir mínar hvað varðar kyn eða upplifa sársaukan sem hlýst af því að minn raunverukleiki nuddist utan í raunveruleika samfélagsins.Samfélagið er í vexti og nú er allt voða opið í samanburði hvar við vorum í gær en pólitískur réttrúnaður er fljótið sem línan er strengd yfir og línan er þessi fyrirvari um að skilningur dagsins í dag sé úreldur á morgun svo hver veit, á morgun gætu kynin verið aðeins 1 í stað, hvað veit ég, þeirra 53 sem þau eru held ég í dag. Þetta á við svo margt, fólk hefur sagt við mig nánast alla ævi að vera ekki að flækja þetta svona og með tímanum fór ég að halda að það væri eitthvað að mér. Ég hef svo með tímanum komist að því að það er einmitt ekkert að mér heldur þeim sem neitar að spyrja spurninga því hinn sá sami telur sig vita svarið. Það er viss hverful fullnæging í að vita svarið, að vita stöff, að vita er léttir fyrir örvæntingarfullan mannshugan. Vitneskja getur maðurinn upplifað sem stjórn og það er einmitt það sem maðurinn sækist eftir síendurtekið, stjórn. Tala nú ekki um ef ég get sagt að einhver annar hafi rangt fyrir sér þá í raun er ég að segja að ég viti rétt og þar af leiðandi að ég sé til, égið sækist alltaf eftir því að staðfesta sína eigin tilveru, svolítið eins og grípa og handleika loft. Lélegustu vísindamennirnar eru þeir sem finna sig knúnna til að vita og skilja niðurstöðu rannsóknar áður en sjálf rannsóknin fer fram. Lélegustu vísindamennirnir sópa niðurstöðu í ruslið ef hún samræmist ekki þeim sannleika sem þeir telja sig búa yfir. Þess vegna eru vísindin á svo mörgum sviðum stopp og keyrð áfram af hagsmunum örfárra stökkbreyttra kapitalista. Græðgi framar vexti og heilun, betra að hafa markaðinn sjúkan svo hægt sé að selja honum linnun þeirra einkenna sem eru honum sýnileg. En við erum öll vísindamanneskjur, við eigum að rannsaka og gera tilraunir. Okkur á að mistakast aftur og aftur þar til vegurinn er fundinn og svo þegar hann er fundinn endar hann við leitum af nýjum. Ég ætla ekki að flækja þetta neitt mikið meira. Því segi ég, að um gera að flækja þetta nógu mikið til að upplifa vöxt. Sársaukinn er okkur mælikvarði á hvenar og hvort við ekki þurfum að fara að flækja þetta aðeins, spyrja spurninga, efast um hvað fólk segir, mynda okkur nýjar skoðanir og útfrá vitneskju tvinnuð í innsæi. Efumst um skilaboð yfirvalds og við munum upplifa raunverulega sjálfbærni hins upplýsta alvalds sem býr innra með okkur öllum. Að segja við aðra manneskju að flækja þetta ekki svona mikið getur auðveldlega verið hreint ofbeldi og ber manni að standa teinréttur gagnvart slíkum skipunum og hunsa þær. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég heyri fólk oft segja að nauðsynlegt sé að flækja hlutina ekki of mikið. Að flækja ekki hlutina felur í sér ákveðna rútínu þar sem maðurinn þekkir leiðina og kemst kannski hjá því að vera í óvissu sem oft fylgir flækjum. Afhverju myndi ég biðja aðra manneskju að flækja hlutina ekki of mikið? Ég held að það sé mikilvæg spurning sem krefst þess að ég einmitt þurfi að flækja hlutina svolítið. Ég myndi líklega biðja aðra manneksju ekki að flækja hlutina að óþörfu vegna þess að mér fyndist að einhverju væri ógnað. Flækjur annara eða hegðun, skilningur annara sem ég gæti túlkað sem stjórnleysi ógnar minni hugmyndarfræði ef ég sit fastur og neita að hreyfa mig. Ef ég held eitthvað um eitthvað þá er ég vís til að halda fast í skilning gærdagsins í þeirri von að hann dugi mér í dag eða á morgun. Það má í raun segja í því samhengi að þessi óbilgirni leiði af sér stöðuga þjáningu ef ég er forritaður á þennan hátt. Það má segja að ranghugmyndin sé að hugmyndum eða einna heldur lífsviðhorfum sé viðhaldið án fyrirvara um breytingar því umhverfið er á stöðugri hreyfingu og krefst breytinga. Tek dæmi. Ég hef allt mitt líf haldið að aðeins væru tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, það var mér kennt, ég var forritaður að svo sé. Svo líður tíminn og svo allt í einu eru upplýsingar sem segja að ekki séu kynin tvö heldur mörg, mjög mörg. Ég segi því, krakkar ekki flækja þetta svona en samfélagið segir að tími kerfi tveggja kynja sé liðin. Þá stend ég frammi fyrir því að endurforrita hugmyndir mínar hvað varðar kyn eða upplifa sársaukan sem hlýst af því að minn raunverukleiki nuddist utan í raunveruleika samfélagsins.Samfélagið er í vexti og nú er allt voða opið í samanburði hvar við vorum í gær en pólitískur réttrúnaður er fljótið sem línan er strengd yfir og línan er þessi fyrirvari um að skilningur dagsins í dag sé úreldur á morgun svo hver veit, á morgun gætu kynin verið aðeins 1 í stað, hvað veit ég, þeirra 53 sem þau eru held ég í dag. Þetta á við svo margt, fólk hefur sagt við mig nánast alla ævi að vera ekki að flækja þetta svona og með tímanum fór ég að halda að það væri eitthvað að mér. Ég hef svo með tímanum komist að því að það er einmitt ekkert að mér heldur þeim sem neitar að spyrja spurninga því hinn sá sami telur sig vita svarið. Það er viss hverful fullnæging í að vita svarið, að vita stöff, að vita er léttir fyrir örvæntingarfullan mannshugan. Vitneskja getur maðurinn upplifað sem stjórn og það er einmitt það sem maðurinn sækist eftir síendurtekið, stjórn. Tala nú ekki um ef ég get sagt að einhver annar hafi rangt fyrir sér þá í raun er ég að segja að ég viti rétt og þar af leiðandi að ég sé til, égið sækist alltaf eftir því að staðfesta sína eigin tilveru, svolítið eins og grípa og handleika loft. Lélegustu vísindamennirnar eru þeir sem finna sig knúnna til að vita og skilja niðurstöðu rannsóknar áður en sjálf rannsóknin fer fram. Lélegustu vísindamennirnir sópa niðurstöðu í ruslið ef hún samræmist ekki þeim sannleika sem þeir telja sig búa yfir. Þess vegna eru vísindin á svo mörgum sviðum stopp og keyrð áfram af hagsmunum örfárra stökkbreyttra kapitalista. Græðgi framar vexti og heilun, betra að hafa markaðinn sjúkan svo hægt sé að selja honum linnun þeirra einkenna sem eru honum sýnileg. En við erum öll vísindamanneskjur, við eigum að rannsaka og gera tilraunir. Okkur á að mistakast aftur og aftur þar til vegurinn er fundinn og svo þegar hann er fundinn endar hann við leitum af nýjum. Ég ætla ekki að flækja þetta neitt mikið meira. Því segi ég, að um gera að flækja þetta nógu mikið til að upplifa vöxt. Sársaukinn er okkur mælikvarði á hvenar og hvort við ekki þurfum að fara að flækja þetta aðeins, spyrja spurninga, efast um hvað fólk segir, mynda okkur nýjar skoðanir og útfrá vitneskju tvinnuð í innsæi. Efumst um skilaboð yfirvalds og við munum upplifa raunverulega sjálfbærni hins upplýsta alvalds sem býr innra með okkur öllum. Að segja við aðra manneskju að flækja þetta ekki svona mikið getur auðveldlega verið hreint ofbeldi og ber manni að standa teinréttur gagnvart slíkum skipunum og hunsa þær. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahússins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun