Ivana og Donald giftu sig árið 1977 en skildu árið 1992 eftir að Donald hélt framhjá henni með Marla Maples. Samkvæmt tilkynningu frá Donald lést Ivana á heimili sínu og greinir TMZ frá því að banamein hennar hafi verið hjartaáfall.
Ivana er upprunalega frá Tékkóslóvakíu en flutti til Bandaríkjanna til að keppa í skíðagreinum og elta fyrirsætuferil.
