Rússar skutu eldflaug á almenna borgara Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:41 Tuttugu og einn féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á borgina Vinnytsia í dag. AP/Efrem Lukatsky Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug á borgina Vinnytsia og um hundrað manns særðust. Yfirmaður rússneska sjónvarpsins segir eldflauginni hafa verið miðað á húsakynni nasista í borginni. Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á almenning í borgum víðs vegar annars staðar í Úkraínu en í Donbas þar sem hörðustu bardagarnir hafa verið undanfarnar vikur. Í dag skutu þeir eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á Vinnytsia eina fjölmennustu borg Úkraínu. Rúmlega eitt hundrað manns særðust og rúmlega fjörutíu er saknað eftir árásina á Vinnytsia.AP/Neyðarþjónusta Úkraínu Talsmenn Úkraínustjórnar segja eldflaugina hafa lent á skrifstofubyggingu og rústað nærliggjandi íbúðarhúsnæði. Staðfest er að tutugu og einn hafi fallið, um eða yfir hundrað særst og fjörutíu og tveggja er saknað. Þrjú börn létust í árásinni. Rússar hafa ekki gengist formlega við árásinni en yfirmaður ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT hafði það eftir yfirmönnum í hernum á skilaboðaappi sínu að eldflauginni hafi verið miðað að byggingu þar sem úkraínskir nasistar hefðu verið. Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa vísvitandi hafa ráðist á almenna borgara í árásinni. Rússar skutu einnig eldflaugum að borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í dag þar sem að minnsta kosti einn maður féll og fjöldi særðist. Borgin liggur á milli Mariupol í austri og Odessa í vestri og hafa Rússar ítrekað reynt að ná henni á sitt vald. Það myndi auðvelda þeim landhernað gegn Odessa en komist Rússar alla leið þangað hafa þeir lagt alla suðurströnd Úkraínu undir sig. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55 Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á almenning í borgum víðs vegar annars staðar í Úkraínu en í Donbas þar sem hörðustu bardagarnir hafa verið undanfarnar vikur. Í dag skutu þeir eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á Vinnytsia eina fjölmennustu borg Úkraínu. Rúmlega eitt hundrað manns særðust og rúmlega fjörutíu er saknað eftir árásina á Vinnytsia.AP/Neyðarþjónusta Úkraínu Talsmenn Úkraínustjórnar segja eldflaugina hafa lent á skrifstofubyggingu og rústað nærliggjandi íbúðarhúsnæði. Staðfest er að tutugu og einn hafi fallið, um eða yfir hundrað særst og fjörutíu og tveggja er saknað. Þrjú börn létust í árásinni. Rússar hafa ekki gengist formlega við árásinni en yfirmaður ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT hafði það eftir yfirmönnum í hernum á skilaboðaappi sínu að eldflauginni hafi verið miðað að byggingu þar sem úkraínskir nasistar hefðu verið. Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa vísvitandi hafa ráðist á almenna borgara í árásinni. Rússar skutu einnig eldflaugum að borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í dag þar sem að minnsta kosti einn maður féll og fjöldi særðist. Borgin liggur á milli Mariupol í austri og Odessa í vestri og hafa Rússar ítrekað reynt að ná henni á sitt vald. Það myndi auðvelda þeim landhernað gegn Odessa en komist Rússar alla leið þangað hafa þeir lagt alla suðurströnd Úkraínu undir sig.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55 Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21