Rússar skutu eldflaug á almenna borgara Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:41 Tuttugu og einn féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á borgina Vinnytsia í dag. AP/Efrem Lukatsky Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug á borgina Vinnytsia og um hundrað manns særðust. Yfirmaður rússneska sjónvarpsins segir eldflauginni hafa verið miðað á húsakynni nasista í borginni. Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á almenning í borgum víðs vegar annars staðar í Úkraínu en í Donbas þar sem hörðustu bardagarnir hafa verið undanfarnar vikur. Í dag skutu þeir eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á Vinnytsia eina fjölmennustu borg Úkraínu. Rúmlega eitt hundrað manns særðust og rúmlega fjörutíu er saknað eftir árásina á Vinnytsia.AP/Neyðarþjónusta Úkraínu Talsmenn Úkraínustjórnar segja eldflaugina hafa lent á skrifstofubyggingu og rústað nærliggjandi íbúðarhúsnæði. Staðfest er að tutugu og einn hafi fallið, um eða yfir hundrað særst og fjörutíu og tveggja er saknað. Þrjú börn létust í árásinni. Rússar hafa ekki gengist formlega við árásinni en yfirmaður ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT hafði það eftir yfirmönnum í hernum á skilaboðaappi sínu að eldflauginni hafi verið miðað að byggingu þar sem úkraínskir nasistar hefðu verið. Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa vísvitandi hafa ráðist á almenna borgara í árásinni. Rússar skutu einnig eldflaugum að borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í dag þar sem að minnsta kosti einn maður féll og fjöldi særðist. Borgin liggur á milli Mariupol í austri og Odessa í vestri og hafa Rússar ítrekað reynt að ná henni á sitt vald. Það myndi auðvelda þeim landhernað gegn Odessa en komist Rússar alla leið þangað hafa þeir lagt alla suðurströnd Úkraínu undir sig. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55 Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á almenning í borgum víðs vegar annars staðar í Úkraínu en í Donbas þar sem hörðustu bardagarnir hafa verið undanfarnar vikur. Í dag skutu þeir eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á Vinnytsia eina fjölmennustu borg Úkraínu. Rúmlega eitt hundrað manns særðust og rúmlega fjörutíu er saknað eftir árásina á Vinnytsia.AP/Neyðarþjónusta Úkraínu Talsmenn Úkraínustjórnar segja eldflaugina hafa lent á skrifstofubyggingu og rústað nærliggjandi íbúðarhúsnæði. Staðfest er að tutugu og einn hafi fallið, um eða yfir hundrað særst og fjörutíu og tveggja er saknað. Þrjú börn létust í árásinni. Rússar hafa ekki gengist formlega við árásinni en yfirmaður ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT hafði það eftir yfirmönnum í hernum á skilaboðaappi sínu að eldflauginni hafi verið miðað að byggingu þar sem úkraínskir nasistar hefðu verið. Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa vísvitandi hafa ráðist á almenna borgara í árásinni. Rússar skutu einnig eldflaugum að borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í dag þar sem að minnsta kosti einn maður féll og fjöldi særðist. Borgin liggur á milli Mariupol í austri og Odessa í vestri og hafa Rússar ítrekað reynt að ná henni á sitt vald. Það myndi auðvelda þeim landhernað gegn Odessa en komist Rússar alla leið þangað hafa þeir lagt alla suðurströnd Úkraínu undir sig.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55 Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21