Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 15:52 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira