Söguleg stund þegar fyrsti bjórinn var seldur úr húsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 12:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem lagði frumvarpið fyrst fram á Alþingi, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar fyrstu bjórarnir voru seldir í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður Smiðju brugghúss, sem var fyrsta brugghúsið til að fá leyfi til bjórsölu úr húsi. Svanhildur Hólm Þau voru sannarlega langþráð, viðskiptin sem urðu að veruleika í brugghúsinu Smiðjunni á Vík í dag þegar brugghúsið varð það fyrsta í sögu landsins til að selja bjór frá framleiðslustað. Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59