Þetta er mikið högg fyrir Frakka enda er Frakkland einn stærsti framleiðandi unna kjötvara. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian.
Yfirvöldin segja mikilvægt að öryggi neytenda verði áfram tryggt og notkun nítrata verði takmörkuð við aðeins hið nauðsynlega. Minnkuð notkun nítrata geti haft í för með sér auknar líkur á sperðileitrun, salmonellu og listeríu en reynt verði að koma í veg fyrir það með því að til dæmis stytta neyslutíma á pakkningum.
Viðvörunin vegna neyslu nítrata á ekki aðeins við um franskan varning heldur einnig bandarískan, þýskan og spænskan ásamt fleiru.
Tilkynningu ANSES má lesa hér.