Óli Valur mættur til Sirius Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 09:30 Óli Valur ritar undir samninginn í Svíþjóð. @siriusfotboll Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti