Úkraínska deildin var lögð af tímabundið eftir innrás Rússa inn í landið í febrúar síðastliðnum. Síðan þá hefur enginn fótbolti verið spilaður en það styttist í að boltinn fari að rúlla.
Samkvæmt Gutzeit mun deildin byrja 23. ágúst næstkomandi þó svo að enn sé stríð í landinu. Verða leikirnir leiknir innan landamæra Úkraínu en án áhorfenda fyrst um sinn til að gæta fyllsta öryggis.
„Leikmenn, þjálfarar, starfslið og dómarar munu fara í loftvarnarbyrgi meðan loftárásir standa yfir,“ bætti ráðherrann við.
Mikið af íþróttamannvirkjum Úkraínu eru í molum eftir innrás Rússa og þá er óvíst hvernig leikmenn liðanna taka í þá hugmynd að spila leiki á meðan þeir gætu átt von á sprengjuregni.