Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan og síðar suðvestan 3-10. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt, en smáskúrir á vestanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á föstudag:
Austlæg átt, 3-13 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning sunnan- og vestanlands um hádegi. Skýjað norðaustantil en þurrt. Hiti 10 til 15 stig, hlýjast norðanlands.
Á laugardag:
Austan- og síðan norðanátt, 5-13 m/s. Rigning um norðanvert landið en skúrir sunnanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, væta og hiti 5-10 stig fyrir norðan, en bjart með köflum allt að 17 stiga hiti syðra.
