Ráðherra í stríð við strandveiðar Inga Sæland skrifar 11. júlí 2022 11:01 Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun