Bylgjan nú er sú stærsta sem riðið hefur yfir í Macau, sem kalla má miðpunkt skemtanalífs í Kína en veltan á spilavítunum þar er orðin mun meiri en í Las Vegas í Bandaríkjunum og raunar sú mesta í heiminum.
Um þrjátíu spilavítum hefur verið lokað í eina viku frá og með deginum í dag og hefur íbúum á svæðinu verið skipað að halda sig heima.
Lögregla mun fylgjast vel með að reglum verði fylgt og hörð viðurlög eru við því að brjóta reglurnar.
Aðeins má hafa opið á stöðum sem veita nauðsynlega þjónustu á borð við spítala, matvöruverslanir og apótek.