Selfoss hirti toppsætið af Gróttu Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júlí 2022 16:39 Gary John Martin tryggði Selfossi stigin þrjú í dag. Mynd/Guðmundur Karl Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Grótta sem var á toppnum fyrir leiki dagsins laut í lægra haldi fyrir Grindavík suður með sjó. Lokatölur í þeim leik urðu 3-1 fyrir Grindavík en Tómas Ásgeirsson kom heimamönnum yfir í þeim leik. Arnar Helgason, miðvörður Gróttu, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Kjartan Kári Halldórsson minnkaði muninn fyrir Gróttu með áttunda deildarmarki sínu í sumar. Kenan Turudija innsiglaði hins vegar sigur Grindavíkur. Selfoss nýtti sér tap Gróttu og skaust upp á toppp deildairnnar með 2-1 sigri gegn KV. Fyrra mark Selfoss var sjálfsmark en Einar Már Þórisson metin fyrir Vesturbæjarliðið. Það var svo Gary John Martin sem skoraði sigurmark Selfoss undir lok leiksins. Mörg lið sem eru enn í baráttunni um að fara upp HK fór með eitt stig heim í farteskinu úr viðureign liðsins gegn Vestra. Stefán Ingi Sigurðarson og Ívar Örn Jónsson voru á skotskónum fyrir HK. Nicolaj Madesen, leikmaður Vestra, skoraði svo á báðum endum vallarins. Daniel Osafo-Badu og Friðrik Þórir Hjaltason sáu svo til þess að Vestri fékk eitt stig í leiknum. Fjölnir fór með 2-1 sigur af hólmi í leik sínum á móti Aftureldingu. Hans Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Fjölnismann í þeim leik. Andi Hoti klóraði í bakkann fyrir Mosfellinga. Kórdrengir lögðu Þrótt Vogum að velli með einu marki gegn engu. Þórir Rafn Þórisson skoraði markið sem skildi liðin að. Selfoss trónir á toppnum með 21 stig, Grótta og HK eru þar fyrir neðan með 19 stig. Fylkir sem leikur þessa stundina við Þór er svo í fjórða sæti með 18 stig. Grindavík og Fjölnir eru með 17 stig í fimmta og sjötta sæti, Kórdrengir og Vestri með stigi minna þar á eftir. Afturelding er í níunda sæti með 13 stig, Þór í því tíunda með 11 stig. KV er í næstneðsta sæi með sjö stig og Þróttur Vogum á botninum með tvö stig. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá urslit.net. Fótbolti Lengjudeild karla UMF Selfoss Grótta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Lokatölur í þeim leik urðu 3-1 fyrir Grindavík en Tómas Ásgeirsson kom heimamönnum yfir í þeim leik. Arnar Helgason, miðvörður Gróttu, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Kjartan Kári Halldórsson minnkaði muninn fyrir Gróttu með áttunda deildarmarki sínu í sumar. Kenan Turudija innsiglaði hins vegar sigur Grindavíkur. Selfoss nýtti sér tap Gróttu og skaust upp á toppp deildairnnar með 2-1 sigri gegn KV. Fyrra mark Selfoss var sjálfsmark en Einar Már Þórisson metin fyrir Vesturbæjarliðið. Það var svo Gary John Martin sem skoraði sigurmark Selfoss undir lok leiksins. Mörg lið sem eru enn í baráttunni um að fara upp HK fór með eitt stig heim í farteskinu úr viðureign liðsins gegn Vestra. Stefán Ingi Sigurðarson og Ívar Örn Jónsson voru á skotskónum fyrir HK. Nicolaj Madesen, leikmaður Vestra, skoraði svo á báðum endum vallarins. Daniel Osafo-Badu og Friðrik Þórir Hjaltason sáu svo til þess að Vestri fékk eitt stig í leiknum. Fjölnir fór með 2-1 sigur af hólmi í leik sínum á móti Aftureldingu. Hans Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Fjölnismann í þeim leik. Andi Hoti klóraði í bakkann fyrir Mosfellinga. Kórdrengir lögðu Þrótt Vogum að velli með einu marki gegn engu. Þórir Rafn Þórisson skoraði markið sem skildi liðin að. Selfoss trónir á toppnum með 21 stig, Grótta og HK eru þar fyrir neðan með 19 stig. Fylkir sem leikur þessa stundina við Þór er svo í fjórða sæti með 18 stig. Grindavík og Fjölnir eru með 17 stig í fimmta og sjötta sæti, Kórdrengir og Vestri með stigi minna þar á eftir. Afturelding er í níunda sæti með 13 stig, Þór í því tíunda með 11 stig. KV er í næstneðsta sæi með sjö stig og Þróttur Vogum á botninum með tvö stig. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá urslit.net.
Fótbolti Lengjudeild karla UMF Selfoss Grótta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira