„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“ Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Sunak var annar tveggja háttsettra ráðherra í stjórn Borisar Johnson sem sagði af sér í byrjun vikunnar. Það gerði hann eftir sjónvarpsviðtal við Johnsson þar sem hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa Chris Pincher í embætti aðstoðarþingfokksformanns vitandi að hann hafði verið sakaður um kynferðislegt áreiti þremur árum áður. Fastlega er búist við að fleiri lýsi yfir framboði á næstu dögum. Þeirra á meðal Ben Wallace varnarmálaráðherra, sem nýtur mest fylgis samkvæmt könnun meðal þingmanna og Liz Truss utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra þekkir Johnsson persónulega ásamt mörgu öðru áhrifafólki í Íhaldsflokknum. Hann segir Johnson hafa reynst Íslendingum vel. „Ég myndi ætla svona að Úkraínumenn hefðu ákveðnar áhyggjur af því að hann væri að fara. Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn af vettvangi eða sé að fara af vettvangi.“ Hann segir þó ólíklegt til skamms tíma að mikil breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda. Þá hafi Johnsson dregið að sér mjög mikið fylgi til Íhaldsflokksins í síðustu kosningum og spurning sé hvernig arftaka hans gangi að sjá til þess að flokkurinn vinni kosningar. „Það er náttúrulega núna líklegast að Sunak eða Truss muni vinna leiðtogavalið en það er ekki á vísan að róa og þó svo að þetta taki ekkert óheyrilegan langan tíma þá getur ýmislegt skeð í þessu leiðtogavali og það munu fleiri bjóða sig fram en þau eru líklegust núna.“
Bretland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33
Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27