Lögreglan segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Tveir lögreglumenn voru sendir snarlega á vettvang og fundu lundann eftir stutta leit.
„Lundinn var mjög rólegur og hæst ánægður með bílferðina í lögreglubílnum. Sum útköll eru einfaldlega skemmtilegri en önnur og það má svo sannarlega segja um þetta útkall,“ segir í færslu lögreglunnar.
Sólveig Lind Ásgeirsdóttir er sú sem tilkynnti um lundann. Hún segir frá því í athugasemdum að hún hafi verið á leið í vinnuna og næsum búin að hjóla yfir lundann rétt við Kringlumýrabraut.
„Hann tók ekki í mál þrátt fyrir strangar samningaviðræður að fara í átt að sjónum og stefndi í allt aðra átt svo mér fannst vissara að hann kæmist í smá tékk áður en hann yrði undir einhverju farartæki. Gott að heyra að hann hafi komist í góðar hendur,“ skrifar Sólveig.