Ríkið hagnist helst á heimsmarkaðshækkun olíuverðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2022 18:56 Jóhanna Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. stöð 2 Framkvæmdastjóri hjá Orkunni segir ríkið vera eina aðilann sem grætt hafi á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Ríkið innheimti nú um tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni en í byrjun janúar. Olíufélögin hafi lítið svigrúm til mikilla lækkana á bensínverði. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“ Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“
Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38