Mannúð við aflífun dýra Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. júlí 2022 08:00 Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun