Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2022 19:31 Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli. Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín. Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira