Arnar nýr framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2022 09:13 Arnar Már Snorrason er nýr framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu. Aðsend Arnar Már Snorrason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu með aðsetur á Dalvík, en Arnar tekur við starfinu af Daða Valdimarssyni sem mun færa sig í starf forstjóra Rotovia, nýstofnaðs móðurfélags Sæplasts. Undir Sæplasti í Evrópu tilheyrir starfsemi félagsins á Íslandi, Spáni og Noregi ásamt söluskrifstofum félagsins í Evrópu, Afríku og Asíu. Arnar hefur verið framkvæmdastjóri markaðsþróunar hjá Sæplasti frá 2011 en hann hefur gegnt margvíslegum störfum innan fyrirtækisins frá því að hann hóf störf hjá félaginu meðal annars sinnt sölu- og markaðsstarfi, verið verksmiðjustjóri Sæplasts á Dalvík og verið framkvæmdarstjóri Sæplasts í Hollandi. Sæplast er leiðandi fyrirtæki í heiminum í hönnun og framleiðslu á endurnýtanlegum og endurvinnanlegum kerum og brettum sem notuð eru í matvælaframleiðslu og í endurvinnsluiðnaði. Sæplast hannar og framleiðir einnig breiða vörulínu í byggingatengdum vöruflokkum til dæmis brunna, tanka, rotþrær, skiljur og fleira. Þessir vöruflokkar eru að stærstum hluta seldir í gegnum byggingavöruverslanir um land allt. Í verksmiðju félagsins á Dalvík starfa að jafnaði um 65 manns en alls eru um 120 starfsmenn hjá Sæplasti í Evrópu. Rotovia er nýtt félag sem stofnað var eftir að gengið var frá kaupum íslenskra fjárfesta á hverfissteypudeild Berry Global Inc en innan þeirrar deildar eru meðal annars Sæplast og Tempra sem eru félög með langa og farsæla sögu á Íslandi. Hverfissteypudeild Berry Global Inc. var áður hluti af Promens hf. sem selt var úr landi árið 2015 en félagið var á þeim tíma eitt stærsta fyrirtæki landsins. Dalvíkurbyggð Vistaskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Arnar hefur verið framkvæmdastjóri markaðsþróunar hjá Sæplasti frá 2011 en hann hefur gegnt margvíslegum störfum innan fyrirtækisins frá því að hann hóf störf hjá félaginu meðal annars sinnt sölu- og markaðsstarfi, verið verksmiðjustjóri Sæplasts á Dalvík og verið framkvæmdarstjóri Sæplasts í Hollandi. Sæplast er leiðandi fyrirtæki í heiminum í hönnun og framleiðslu á endurnýtanlegum og endurvinnanlegum kerum og brettum sem notuð eru í matvælaframleiðslu og í endurvinnsluiðnaði. Sæplast hannar og framleiðir einnig breiða vörulínu í byggingatengdum vöruflokkum til dæmis brunna, tanka, rotþrær, skiljur og fleira. Þessir vöruflokkar eru að stærstum hluta seldir í gegnum byggingavöruverslanir um land allt. Í verksmiðju félagsins á Dalvík starfa að jafnaði um 65 manns en alls eru um 120 starfsmenn hjá Sæplasti í Evrópu. Rotovia er nýtt félag sem stofnað var eftir að gengið var frá kaupum íslenskra fjárfesta á hverfissteypudeild Berry Global Inc en innan þeirrar deildar eru meðal annars Sæplast og Tempra sem eru félög með langa og farsæla sögu á Íslandi. Hverfissteypudeild Berry Global Inc. var áður hluti af Promens hf. sem selt var úr landi árið 2015 en félagið var á þeim tíma eitt stærsta fyrirtæki landsins.
Dalvíkurbyggð Vistaskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira