Ráðherra telur að það fyrirkomulag sem nú ríkir, og komið var á 2019, hafi mistekist, feli í sér ójafnræði og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem það átti að treysta.
Svandís segir frá þessu í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, en smábátasjómenn hafa margir gagnrýnt núverandi fyrirkomulag.
Framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda, Örn Pálsson, segir að breytingarnar sem hafi verið gerðar hafi miðað að því að betur tryggja öryggi við veiðarnar og stemma stigu við að sjómenn gengi of langt við að veiða sem mest fyrsta daga hvers mánaðar.
Hann segir hins vegar að ekki hafi verið settur nægur kvóti inn í kerfið til að það nái markmiðum