100 ár liðin frá róttækum sigri Kvennalistans Erna Bjarnadóttir og Tómas Ellert Tómasson skrifa 5. júlí 2022 14:01 „Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Tómas Ellert Tómasson Jafnréttismál Alþingi Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun