Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2022 11:48 Hvalur 8 kominn með hval að hvalstöðinni. Myndin var tekin föstudaginn 24. júní. Egill Aðalsteinsson Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. Hvalur 9 er núna á leið í Hvalfjörð með tvö dýr á síðunni og væntanlegur að hvalstöðinni fyrir kvöldið. Þá er Hvalur 8 einnig kominn með tvö dýr og búist við honum í nótt. Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Hvalbáturinn Hvalur 8 við bryggju með feng sinn.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum fréttastofu veiddu báðir hvalbátarnir dýrin á svipuðum slóðum djúpt út af Faxaflóa um 180 sjómílur frá landi. Þaðan er um átján tíma sigling í Hvalfjörð. Hvalvertíðin í ár hófst miðvikudaginn 22. júní þegar hvalbátarnir sigldu úr Reykjavíkurhöfn. Þá höfðu stórhvalaveiðar legið niðri frá haustinu 2018. Fyrstu hvalirnir veiddust svo fimmtudaginn 23. júní. Stærsti hvalurinn til þessa mældist 69 fet eða 21 metri að lengd. Flestir hafa verið á bilinu 62 til 65 fet, eða milli 19 og 20 metra langir, en sá minnsti var um 58 fet, eða tæplega átján metra langur. Byrjað er á því að mæla hvalina eftir að þeir hafa verið dregnir á land.Egill Aðalsteinsson Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, skýrði frá því í aðsendri grein á Vísi í síðustu viku að á síðustu hvalvertíð sumarið 2018 hefðu meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði verið rétt rúm ein milljón króna á mánuði. Sagði hann slegist um að fá störf hjá Hval hf. enda væru tekjumöguleikarnir umtalsverðir. Kvaðst Vilhjálmur fagna því innilega að hvalveiðar væru nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hefðu þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið á Akranesi og í nærsveitum. „Þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu,“ sagði Vilhjálmur. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Akranes Kjaramál Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. 28. júní 2022 14:01 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Sjötti hvalur vertíðarinnar kominn á land í Hvalfirði Sex langreyðar eru komnar á land í Hvalfirði það sem af er hvalvertíðinni og segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, það ágætis veiði miðað við að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. 27. júní 2022 22:00 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hvalur 9 er núna á leið í Hvalfjörð með tvö dýr á síðunni og væntanlegur að hvalstöðinni fyrir kvöldið. Þá er Hvalur 8 einnig kominn með tvö dýr og búist við honum í nótt. Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Hvalbáturinn Hvalur 8 við bryggju með feng sinn.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum fréttastofu veiddu báðir hvalbátarnir dýrin á svipuðum slóðum djúpt út af Faxaflóa um 180 sjómílur frá landi. Þaðan er um átján tíma sigling í Hvalfjörð. Hvalvertíðin í ár hófst miðvikudaginn 22. júní þegar hvalbátarnir sigldu úr Reykjavíkurhöfn. Þá höfðu stórhvalaveiðar legið niðri frá haustinu 2018. Fyrstu hvalirnir veiddust svo fimmtudaginn 23. júní. Stærsti hvalurinn til þessa mældist 69 fet eða 21 metri að lengd. Flestir hafa verið á bilinu 62 til 65 fet, eða milli 19 og 20 metra langir, en sá minnsti var um 58 fet, eða tæplega átján metra langur. Byrjað er á því að mæla hvalina eftir að þeir hafa verið dregnir á land.Egill Aðalsteinsson Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, skýrði frá því í aðsendri grein á Vísi í síðustu viku að á síðustu hvalvertíð sumarið 2018 hefðu meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði verið rétt rúm ein milljón króna á mánuði. Sagði hann slegist um að fá störf hjá Hval hf. enda væru tekjumöguleikarnir umtalsverðir. Kvaðst Vilhjálmur fagna því innilega að hvalveiðar væru nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hefðu þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið á Akranesi og í nærsveitum. „Þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu,“ sagði Vilhjálmur.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Akranes Kjaramál Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. 28. júní 2022 14:01 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Sjötti hvalur vertíðarinnar kominn á land í Hvalfirði Sex langreyðar eru komnar á land í Hvalfirði það sem af er hvalvertíðinni og segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, það ágætis veiði miðað við að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. 27. júní 2022 22:00 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. 28. júní 2022 14:01
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Sjötti hvalur vertíðarinnar kominn á land í Hvalfirði Sex langreyðar eru komnar á land í Hvalfirði það sem af er hvalvertíðinni og segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, það ágætis veiði miðað við að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. 27. júní 2022 22:00
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42