Allt bendi til að það verði erfiðara að klára þetta kjörtímabil en síðasta Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. júlí 2022 20:57 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að minnka og mælist flokkurinn nú með sögulega lágt fylgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir Vinstri græn gjalda fyrir stjórnarsamband við Sjálfstæðisflokkinn. Langt er á milli flokkanna þegar kemur að ýmsum málefnum, annað en í Covid. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sæti sínu sem stærsti flokkurinn samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup með 22,8 prósent fylgi. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó minna en í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn stendur nánast í stað sem annar stærsti flokkurinn en fylgi Vinstri grænna minnkar og er flokkurinn aðeins sá fimmti stærsti, með 7,2 prósent fylgi, alls 5,4 prósentustigum minna en í kosningunum 2021. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna eykst aðeins milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsnum en er þó minni en í kosningunum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir rétt að líta aftur til að skýra þá stöðu sem nú er uppi. „Þessi óvenjulega ríkisstjórn sem að VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru í var mynduð 2017. Margir héldu að þeir myndu tapa í kosningunum 2021 en það gerðist ekki. Stjórnin hélt velli og flokkarnir bættu sameiginlega við sig einu og hálfu prósenti sem er algjört einsdæmi eftir hrun og mjög óvenjulegt í íslenskri pólitík,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um þessar niðurstöður. Strax eftir kosningarnar 2021 hafi kjósendur VG þó farið að yfirgefa flokkinn og segir Ólafur líklegt að það sé vegna óánægju þeirra með stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn töluvert lengra til hægri Breyting á fylgi stjórnarflokkanna má einnig að hluta rekja til þess að Covid var í uppsveiflu og ríkisstjórnin náði þá að snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini, þá skipti ekki máli hvort flokkarnir væru til hægri eða vinstri. „Núna koma aftur upp þessi hefðbundu hægri vinstri málefni, og við getum talið þau fjölmörg upp, þar sem kjósendur VG eru í aðalatriðum ósammála kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur og bendir á að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu miklu lengra til hægri en allir aðrir flokkar. Fylgi flokkanna í maí og júní samkvæmt könnunum Gallup ásamt niðurstöðum kosninga 2021. Fljótlega eftir kosningarnar í fyrra hafi kjósendur VG leitað annað, líklegast vegna stjórnarsamstarfsins. „Ef við skoðum málefnin þá er það líka alveg klárt að viðhorf kjósenda Vinstri grænna, þau eru miklu nær viðhorfum vinstri flokkanna, og reyndar líka miðjuflokkanna, bæði Viðreisnar og Framsóknarflokksins, miklu nær viðhorfum kjósendum þessara flokka heldur en kjósenda Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur. Meðal stærstu málanna á undanförnum misserum má til að mynda nefna náttúruvernd í tengslum við rammasamning, brottvísanir og útlendingamál, og söluna á Íslandsbanka en í öllum þeim málum hefur VG hlotið töluverða gagnrýni. „Við sjáum á þessum málum öllum að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru ósammála í mjög mörgum málum, þó þau reyni að ná einhverri sátt, og það er eðlilegt að það komi fram í pirringi hjá kjósendum beggja flokka,“ segir Ólafur. Staðan sem nú er uppi er að hans sögn flókin og gæti ríkisstjórnin átt erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins, nái hún að sitja næstu þrjú ár. „Hún getur alveg haldið áfram út kjörtímabilið, þetta eru sjóaðir og sterkir leiðtogar fyrir öllum flokkum, og ef þeir kjósa að klára kjörtímabilið þá held ég að þeir geti það en það er allt sem bendir til að það verði erfiðara heldur en það var á síðasta kjörtímabili,“ segir Ólafur. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur sæti sínu sem stærsti flokkurinn samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup með 22,8 prósent fylgi. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó minna en í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn stendur nánast í stað sem annar stærsti flokkurinn en fylgi Vinstri grænna minnkar og er flokkurinn aðeins sá fimmti stærsti, með 7,2 prósent fylgi, alls 5,4 prósentustigum minna en í kosningunum 2021. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna eykst aðeins milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsnum en er þó minni en í kosningunum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir rétt að líta aftur til að skýra þá stöðu sem nú er uppi. „Þessi óvenjulega ríkisstjórn sem að VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru í var mynduð 2017. Margir héldu að þeir myndu tapa í kosningunum 2021 en það gerðist ekki. Stjórnin hélt velli og flokkarnir bættu sameiginlega við sig einu og hálfu prósenti sem er algjört einsdæmi eftir hrun og mjög óvenjulegt í íslenskri pólitík,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um þessar niðurstöður. Strax eftir kosningarnar 2021 hafi kjósendur VG þó farið að yfirgefa flokkinn og segir Ólafur líklegt að það sé vegna óánægju þeirra með stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn töluvert lengra til hægri Breyting á fylgi stjórnarflokkanna má einnig að hluta rekja til þess að Covid var í uppsveiflu og ríkisstjórnin náði þá að snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini, þá skipti ekki máli hvort flokkarnir væru til hægri eða vinstri. „Núna koma aftur upp þessi hefðbundu hægri vinstri málefni, og við getum talið þau fjölmörg upp, þar sem kjósendur VG eru í aðalatriðum ósammála kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur og bendir á að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu miklu lengra til hægri en allir aðrir flokkar. Fylgi flokkanna í maí og júní samkvæmt könnunum Gallup ásamt niðurstöðum kosninga 2021. Fljótlega eftir kosningarnar í fyrra hafi kjósendur VG leitað annað, líklegast vegna stjórnarsamstarfsins. „Ef við skoðum málefnin þá er það líka alveg klárt að viðhorf kjósenda Vinstri grænna, þau eru miklu nær viðhorfum vinstri flokkanna, og reyndar líka miðjuflokkanna, bæði Viðreisnar og Framsóknarflokksins, miklu nær viðhorfum kjósendum þessara flokka heldur en kjósenda Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur. Meðal stærstu málanna á undanförnum misserum má til að mynda nefna náttúruvernd í tengslum við rammasamning, brottvísanir og útlendingamál, og söluna á Íslandsbanka en í öllum þeim málum hefur VG hlotið töluverða gagnrýni. „Við sjáum á þessum málum öllum að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru ósammála í mjög mörgum málum, þó þau reyni að ná einhverri sátt, og það er eðlilegt að það komi fram í pirringi hjá kjósendum beggja flokka,“ segir Ólafur. Staðan sem nú er uppi er að hans sögn flókin og gæti ríkisstjórnin átt erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins, nái hún að sitja næstu þrjú ár. „Hún getur alveg haldið áfram út kjörtímabilið, þetta eru sjóaðir og sterkir leiðtogar fyrir öllum flokkum, og ef þeir kjósa að klára kjörtímabilið þá held ég að þeir geti það en það er allt sem bendir til að það verði erfiðara heldur en það var á síðasta kjörtímabili,“ segir Ólafur.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35