Við veljum okkur vini eftir lykt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2022 16:16 GettyImages Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar. Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur. Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur.
Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira